Kæru leikmenn og vinir ÍslandServers,
Við hjá ÍslandServers viljum óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og gleðilegra jóla. Megi þessi hátíð færa ykkur frið hlýju og gleði ásamt notalegum stundum með vinum og fjölskyldu. Við erum afar þakklát fyrir að hafa ykkur með okkur og fyrir allt það skemmtilega samfélag sem hefur myndast í kringum ÍslandServers. Takk fyrir stuðninginn þátttökuna og allar góðu minningarnar. Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og hlökkum til að halda áfram með ykkur á nýju ári.